Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 23:26:35 (8056)

2004-05-12 23:26:35# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[23:26]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið er þetta frv. byggt á svokallaðri fjölmiðlaskýrslu sem fróðir aðilar á fjölmiðlamarkaði, við skulum kalla þá sérfræðinga, komu að og lögðu gífurlega mikla vinnu í. Skýrslan er vönduð og góð að mínu mati. Þar er fjallað um fjölmiðlamarkaðinn. Þetta frv. byggir á því. Ég tel að þar sé grundvöllur hinnar góðu vinnu.

Frv. er síðan byggt á því og má segja að það sé hluti af viðbrögðum við skýrslunni. Það er lagatæknileg útfærsla á tilteknum þáttum í tillögum skýrslugerðarmanna. Umræðan sem hefur kannski verið hvað háværust er hvort þetta valdi broti á stjórnarskrá eða ekki. Um það hafa, eins og við vitum, ýmsir lagaspekúlantar deilt og þess vegna hefur frv. tekið breytingum.