Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 22:12:12 (8132)

2004-05-13 22:12:12# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[22:12]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. hélt ræðu sem ég get verið sammála um í öllum atriðum. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort farið hafi verið yfir málið í Framsfl. og verið rætt í hörgul um einstakar greinar. Ég spyr hv. þm. hvort hann telji að það standist jafnræðisreglu að setja slík lög, sem snúa eingöngu að fyrirtækjum, samkvæmt texta, bæði frumtexta í frv. og með brtt., sem snúa eingöngu að fyrirtækjum. Útvarpsréttarnefnd getur veitt bæði lögaðilum og einstaklingum tímabundið leyfi til útvarps. Það þýðir að þessar reglur snúa ekki að einstaklingum. Einstaklingur getur t.d. átt 100% í fjölmiðli samkvæmt þessu. Telur hv. þm. að það standist jafnræðisreglur að svo hátti til?