Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 13. maí 2004, kl. 22:25:01 (8142)

2004-05-13 22:25:01# 130. lþ. 114.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, EKH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 130. lþ.

[22:25]

Einar Karl Haraldsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni fyrir svarið. Ég held að hann hafi komið að ákaflega mikilsverðum þætti, því nauðsynjamáli að tóm gefist til þess að ræða málin. Það gildir ekki bara fyrir stjórnarflokkana, að þeir ræði við flokksmenn sína heldur líka fyrir okkur í stjórnarandstöðuflokkunum sem þurfum tækifæri til að fara út um landið og ræða þessi alvarlegu mál við almenning áður en gengið verður til lagasetningar. Af þeim sökum höfum við að sjálfsögðu mælst til þess að málinu verði frestað til haustsins þannig að okkur gefist tækifæri til að eiga lýðræðislegt samráð við fólkið sem við erum umbjóðendur fyrir.