Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 11:45:38 (8165)

2004-05-14 11:45:38# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[11:45]

Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er vissulega ástæða til að gefa gaum að kröfum hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar hvað það varðar að forsrh. komi til umræðunnar. En ég kom upp af öðru tilefni líka og það er sú nýjung sem hæstv. forseti hefur tekið upp, þ.e. að leyfa umræður um fundarstjórn forseta í miðri ræðu. Mér þykir það skemmtileg nýjung og sérstaklega í tilefni þeirra daga sem við nú höfum upplifað að við skulum geta átt kost á því allt í einu núna að hefja slíkar umræður í miðjum ræðum ræðumanna. Ég spyr hæstv. forseta: Er þetta nýjung sem forsn. hefur farið yfir og rætt eða er þetta nýjung sem hæstv. forseti hefur bara tekið upp hjá sjálfum sér núna?