Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 17:32:50 (8215)

2004-05-14 17:32:50# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[17:32]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það liggur alveg fyrir og kom fram í frammíkalli að þessi 100 fyrirtæki eru ekki öll í markaðsráðandi stöðu. Ef við ræðum hins vegar um þá stöðu, hverjir eigi að fjárfesta í fjölmiðlafyrirtækjum, þá er sem betur fer, og þökk sé þeim aðgerðum sem þessi ríkisstjórn og fyrirrennarar hennar hafa gengið í, efnahagsástandið mun betra en áður var. Sem betur fer er fjármagnið á höndum fleiri aðila. Til dæmis er hv. þm. Ögmundur Jónasson, hann situr hér frammi, stjórnarmaður í að ég held stærsta lífeyrissjóði landsins. Það er aðili sem eftir því sem ég best veit, það kom alla vega fram hjá einum stjórnarmanni í efh.- og viðskn., hefur rætt um að það kæmi vel til greina að fjárfesta í fyrirtækjum eins og þessum. Ég bara hvet menn til að skoða reglurnar í öðrum löndum. Þær eru allar hamlandi. Það má alveg deila um það fram og til baka hvað sé rétt, en menn hafa ekki verið að gera það hér, því miður. (Forseti hringir.) Menn hafa verið að gera eitthvað annað.