Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 17:36:43 (8218)

2004-05-14 17:36:43# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[17:36]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem ég hugsaði um heimsmyndina reyndist vera rétt, ekki það sem ég sagði. Annaðhvort eru menn með því að samþykkja mál með hraði eða menn eru á móti því að samþykkja mál með hraði. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð vildi samþykkja SPRON-málið með hraði en þetta mál vilja þeir ekki samþykkja með hraði. Óskaplega er þetta undarleg mótsögn, segir hv. þm. Við vorum sátt við SPRON-málið. Þar voru menn að nýta sér glufur í löggjöfinni til þess að hagnast á óeðlilegan hátt. Við vildum setja löggjöf sem kæmi í veg fyrir það og vorum því fylgjandi. Það mál töldum við útrætt og mjög vel unnið. Það á hins vegar ekki við um þetta flausturslega unna mál. Við skulum ekki reyna að heimfæra yfir í þingsalinn vinnulagið í þingflokksherbergi Sjálfstfl. Þar þarf bara eina skipun og síðan hlýða menn.