Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 14. maí 2004, kl. 17:37:55 (8219)

2004-05-14 17:37:55# 130. lþ. 115.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur, 130. lþ.

[17:37]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu var SPRON-málið afskaplega vel unnið, mjög vel unnið. Að sjálfsögðu, virðulegi forseti. (ÖJ: Það var einfalt mál.) Virðulegi forseti. Trúir einhver þessu? Trúir einhver þessum málflutningi? (ÖJ: Allir í þingsalnum.) Það liggur alveg fyrir, og ég ætla nú ekkert að fara í það sem ég hugsa eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson en ég held líka að það sé ekki mjög skynsamlegt hjá honum að segja það sem hann hugsar, en hvað sem því líður þá liggur það alveg fyrir að hv. þm. Ögmundur Jónasson, eins og aðrir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, er á miklum hraða undan eigin samvisku í málinu. Það kom svo bersýnilega í ljós í þessum ræðustól. Ef málið væri þannig að þeir væru að fylgja eftir sannfæringu sinni væri málflutningur þeirra með allt öðrum hætti hér. Það vita það allir sem hafa fylgst með þeim þingmönnum að störfum.