Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 14:33:11 (8246)

2004-05-15 14:33:11# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[14:33]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg augljóst að það er skoðun þingmanna sem ræður í þingsal en ekki einhverra manna utan þingsalarins. Það hefur komið fram að hv. þm. er þeirrar skoðunar að frv. brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þótt hann hafi hlustað á tvo lögspekinga í efh.- og viðskn. segja eitthvað annað hefur hann komist að annarri niðurstöðu. Þetta er nákvæmlega sama niðurstaða og ég hef komist að í þessu máli og þeir sem hafa um þetta fjallað í meiri hluta allshn. Alþingis.

Ég ítreka bara þakkir mínar til þingmannsins fyrir að lýsa þessari skoðun hér. Ég tel hana mikilvægt framlag til þessarar málefnalegu umræðu sem við eigum í um málið.