Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:33:56 (8287)

2004-05-15 16:33:56# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:33]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég er svo vanur að taka þátt í orðræðu við hv. þm. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að ég veit að jafnan þegar hún kemst í þrot fer hún að tala um örvæntingu. Það er engin örvænting hjá okkur í þessu máli. Ég er með þessar upplýsingar frá manni sem síðar var ráðinn kosningastjóri Samf. og starfar núna sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Hann fjallar hér um málefni sem hefur verið á döfinni á undanförnum vikum og það sem hefur verið dregið inn í þetta mál líka, spurninguna um tengsl stjórnmálamanna við auðuga menn og fjármál flokkanna. Ég sé ekki hvað er brotlegt við það af minni hálfu að upplýsa þingheim um þetta. Ég tel að það sé bara til þess að menn átti sig á því hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi. (Gripið fram í.)