Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:35:56 (8289)

2004-05-15 16:35:56# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:35]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ekki einkabréf, það er alveg ljóst, og það var sent til að það kæmi fyrir almenningssjónir, eins og bréfritari segir. Það sem er hér um að ræða er að annars vegar er farið að tala um líðan bréfritara og hins vegar um líðan mína. Það kemur þessu máli ekkert við. Mér líður ekkert illa yfir þessu. En af hverju er ekki talað um efni málsins? (Gripið fram í: Nú?) Við upplýstum það --- hvort þetta er satt eða ekki. Það er ekkert sagt um það. Það er bara reynt að gera tortryggilegt að frá þessu skuli sagt og það lesið upp. Ég tel að þetta séu ekki ómerkari upplýsingar en margt af því sem kemur fram í nefndaráliti hv. minni hluta allshn., allur sá lestur, að upplýsa líka um þennan þátt og hvernig þessum samskiptum er háttað. Mér finnst að menn verði aðeins að halda sig við efnið og ræða efni málsins.

Í þessu bréfi komu fram ákveðnar fullyrðingar og hér eru þeir sem eiga hlut að máli og þeir hafa fullan rétt til að skýra frá því hvernig þetta mál er vaxið en eiga ekki að fara að tala um vanlíðan mína eða bréfritarans.