Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 16:42:04 (8295)

2004-05-15 16:42:04# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[16:42]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sakaður um að drepa málum á dreif með því að vekja máls á þessum þætti sem ég var sérstaklega beðinn að koma með inn í umræðurnar og hvattur til. Þá var farið að tala um sölu á einhverju léni. Ég veit ekkert um hvaða lén hv. þm. er að tala. Ég held að hann verði að fá betri höfund að leikritum sínum og líka jafnvel að vísum sínum.