Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 17:46:31 (8308)

2004-05-15 17:46:31# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[17:46]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þessi hv. þm. flutti andsvar og sagði að ég væri með dylgjur. Hér hefur því verið haldið fram af hálfu Samf. að fréttamaður á Fréttablaðinu sé eitthvað veikur. Því er haldið fram að hæstv. dómsmrh. líði illa, eins og það er orðað. Svo er því haldið fram í sama andsvari að ég hafi tapað mér og gífuryrði hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar eigi vel við. Síðan er sagt að Framsfl. sé miður sín. Bíddu, var þetta efnisleg umræða af hálfu formanns Samf? Þetta var niðurlægjandi svar og ekki reis hann hátt, formaðurinn blessaður, við þetta svar sitt.