Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 17:51:01 (8312)

2004-05-15 17:51:01# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[17:51]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyrði ekki að hv. þm. hefði neitt nýtt til málanna að leggja eða væri með neitt innlegg.

Varðandi hins vegar þær spurningar sem ég svaraði í sjónvarpi í gær og hafði ég nú ekki haft mig lengi í frammi um það atriði. Það höfðu margir aðrir forustumenn stjórnarandstöðunnar og stjórnarflokka fjallað um heimkomu forsetans með tilteknum hætti og fullyrt að forsetinn væri með einhverjum dularfullum hætti sendandi skilaboð inn í Alþingi, einhver merki. Halda menn að forseti lýðveldisins sé með einhverjar merkjasendingar inn í Alþingi? Hverjum dettur það í hug?

Allt það sem ég sagði um það efni er mikilvægt innlegg í það spursmál sem fréttamaðurinn spurði mig um og ég stend við hvert orð í því sambandi, hvort forsetinn hefði hæfi til þess að synja lögum staðfestingar. Ég fór yfir það. Það eru tvö atriði sem komu til greina og hvort sem gildir þá er forsetinn í því tilviki ekki hæfur til þess að synja lögum.