Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 17:57:50 (8320)

2004-05-15 17:57:50# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[17:57]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Fyrst þetta: Það er ekki rétt hjá hv. þm. að ég hafi gert lítið úr þeirri umræðu sem fram hefur farið. Þvert á móti gaf ég mér að fyrst að menn töluðu svo lengi hefðu þeir verið búnir að setja sig vel inn í málið og þess vegna hefði málið verið vel reifað.

Varðandi hið síðara atriði sem hv. þm. nefnir þá er það svo að með því að hafa frestinn svo langan þar til lögin taka gildi er verið að sjá fyrir því að aðlögunartími þeirra sem í hlut eiga geti verið sem allra lengstur. Ég er þeirrar skoðunar að þann aðlögunartíma eigi ekki að skerða.