Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 17:59:21 (8322)

2004-05-15 17:59:21# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[17:59]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er þeirrar skoðunar rétt eins og hv. þm. að það sé svo að frv. brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Ég er sammála honum um það og það á að ráða afstöðu okkar en ekki álit manna utan úr bæ.

Á hinn bóginn tel ég að þeir lögfræðingar sem hafa farið skýrast yfir málið og best og mest þekkja til þess hafi fært fyrir því mjög glögg lögfræðileg rök að augljóst sé að málið stangist ekki á neina lund á við stjórnarskrá landsins.