Útvarpslög og samkeppnislög

Laugardaginn 15. maí 2004, kl. 19:00:00 (8341)

2004-05-15 19:00:00# 130. lþ. 116.3 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 130. lþ.

[19:00]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Þetta frv. er svo vont að það liggur nú þegar fyrir yfirlýsing frá einum hv. þm. stjórnarliðsins um að hún muni skilyrða stuðning sinn við það í endanlegri afgreiðslu með því að því verði breytt fyrir 3. umr. (Gripið fram í.)

Ég er sannfærður um að það er að bresta flótti á lið stjórnarinnar í þessu máli, það er svo vont, og þess vegna kemur ekki til mála af okkar hálfu að þetta mál fari áfram. Við þurfum engan tíma til þess að skilja að það er ekki tækt til afgreiðslu og við erum á móti því.