Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 10:14:46 (8347)

2004-05-17 10:14:46# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[10:14]

Forseti (Halldór Blöndal):

Hv. þm. kvaddi sér ekki hljóðs til þess að ræða við sjútvrh. Ég vil vekja athygli á því að það var kunnugt öllum formönnum þingflokka að bæði þessi mál yrðu tekin fyrir í dag, bæði 1. dagskrármálið og svo 2. og 3. dagskrármálin sem verða rædd saman. Það kemur engum hv. þingmanni á óvart að þau skuli vera hér á dagskrá. (Gripið fram í: Við viljum skýringar.) Sá maður sem grípur fram í fyrir forseta, sem er formaður þingflokks Frjálsl., kvartar yfir því að vera illa undir það búinn að ræða 2.--3. dagskrármálin. Ég get ekki við því gert.