Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 12:35:05 (8372)

2004-05-17 12:35:05# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[12:35]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Frú forseti. Ég lít á afurðastöðvarnar sem aðila að þessu máli á sama hátt og við sem neytendur erum aðilar að þessu máli þó við séum ekki nefnd hér á nafn. Það er alveg ljóst að bændur og afurðastöðvar gera samninga sín á milli um sín viðskipti og það er mjög mikilvægt að haft sé eftirlit með því hvernig farið er með fé hjá afurðastöðvunum þannig að það þarf ekki að nefna það sérstaklega á nafn til þess að þær séu aðilar að þessum samningi. Ég veit alveg að þær fá ekki beingreiðslur.