Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 12:37:40 (8374)

2004-05-17 12:37:40# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[12:37]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Frú forseti. Ég hef auðvitað lesið skýrsluna sem ég vitnaði til áðan og ég fór ásamt hv. þm. Drífu Hjartardóttur í heimsókn til mjólkurstöðvanna í Reykjavík og fékk ágætis útlistun á verktilhögun þar þannig að mér er alveg kunnugt um hvernig það er.

En staðreyndin er sú að hagræðing mjólkurstöðvanna hefur aðeins að litlu leyti skilað sér til neytenda. Þær hafa greinilega allt sitt mjög vel á þurru sem er að vísu fagnaðarefni. Ég tel engu að síður að það sé skylda okkar hér að tryggja að með þeim og starfsemi þeirra sé öflugt eftirlit. Ég benti ítrekað í ræðum mínum á dæmi um það hvers vegna ég tel að svo sé. Það er vegna þess að við höfum dæmi um að ekki er farið með fé þannig að hafið sé yfir gagnrýni. Á meðan svo er er ekki tryggt að neytendur fái sem allra hagstæðast vöruverð.