Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 12:40:10 (8376)

2004-05-17 12:40:10# 130. lþ. 118.2 fundur 997. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (verðsamráð í mjólkuriðnaði) frv. 85/2004, 1000. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (samningur um mjólkurframleiðslu 2005--2012) frv. 61/2004, AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[12:40]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. talaði núna næstum því af sér þegar hún sagði að vöruverð hefði hækkað mjög mikið. Það hefur auðvitað hækkað talsvert hér og minna í mjólkuriðnaði. En ef maður lítur á heildardæmið eins og það er varðandi skuldsetningu bænda og afkomu þeirra, hvernig þeir hafa tekið á sig hagræðinguna og svo aftur á móti stöðuna hjá mjólkurbúunum, þá verður niðurstaðan sú að neytendur hafa kannski ekki notið eins mikið og hugsanlegt hefði verið þess stuðnings sem ríkið er að leggja þessum iðnaði til með miklu fjármagni, 4 milljörðum á ári. Því ítreka ég að við verðum að setja í þetta frumvarp ákvæði um hvernig hagað skuli eftirliti með meðferð mjólkurstöðvanna á fjármagni.