Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 21:08:34 (8453)

2004-05-17 21:08:34# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[21:08]

Guðjón Hjörleifsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Kerfið er lokað í dag með 292 bátum. (Gripið fram í.) Það er alveg ljóst. (Gripið fram í: Það er dýrara að komast inn.) Það getur verið dýrara að komast inn og (Gripið fram í.) það getur líka verið jafnspennandi að komast inn. Þetta styrkir þennan rekstur. (Gripið fram í.) Ég sagði frá því, og ég veit að það er rétt, að lausafjárstaða þessara aðila er mjög slæm og þeir eiga margir erfitt í þessari grein. Það er hægt að búa til meiri verðmæti en eru í dag. (Gripið fram í: Við erum að tala um nýliðun.) Menn eru að landa og veiða á sumrin þegar verðið er töluvert lægra. Það er hægt að taka til í rekstrarkostnaði líka með því að stýra þessu sjálfir og veiða á öðrum tíma ársins. Möguleikarnir eru miklir. Það þarf að vega upp ákveðinn mun. Ég tel að þetta sé langtum meiri styrkur til lengri tíma litið. Menn geta gert langtímaáætlanir. Það er alveg ljóst. Aðilar eru líka með þessu að lækka vaxtakostnað. Þetta er staðreynd sem liggur fyrir.