Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 21:11:37 (8455)

2004-05-17 21:11:37# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[21:11]

Guðjón Hjörleifsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson spyr hvað ég væri að meina með sátt við fiskveiðistjórnarkerfið. Ég segi: Ég vil fá að sjá alla í aflamarkskerfinu. Það er ekki flókið.

Þú sagðir að komið hefðu góðar umsagnir um frumvarp ykkar. Það var mjög einfalt. Þar var bara valkostur um 23 daga. Núna eru tveir valkostir í þessu frumvarpi. Hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson segir að allir vilji þetta. Þá segi ég: Eigum við þá ekki bara að una niðurstöðu þeirra aðila sem eru í kerfinu? Þeir kjósa um það. Það getur vel verið að það komi aðrar umsagnir þegar reynir á mennina sjálfa. Landssambandið er kannski á móti þessu og hefur tilkynnt okkur það. En það er 292 aðilar í þessu kerfi. Erum við bara ekki sammála um það, ég og þú, að ef meiri hlutinn kýs (Forseti hringir.) þá unum við þeirri niðurstöðu?

(Forseti (ÞBack): Forseti vill áminna hv. þingmann og þingmenn um að ávarpa forseta en ekki hverjir aðra í þingsal.)

Já.