Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 21:19:21 (8461)

2004-05-17 21:19:21# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[21:19]

Guðjón Hjörleifsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum komin mjög djúpt í umræðuna í andsvörum að fara að ræða um málefni frystitogara en ég ætla að segja að miðað við þær breytingar sem eru að gerast þá fara þessar aflaheimildir í 4,8% af heild. Það er alveg ljóst. Og talandi um brottkast, að það verði langtum meira, þá er alveg ljóst að miðað við þá niðurstöðu sem liggur fyrir --- við verðum líka að treysta sjómönnunum, þeir eru líka ákveðnir eftirlitsmenn fyrir okkur (Gripið fram í.) --- hefur brottkast á síðustu þremur árum minnkað töluvert. (Gripið fram í.) Við getum alveg tekið fyrir veiðar annarra báta, frystitogara og netabáta og rætt um nýtingu. Við vitum líka nákvæmlega hvernig nýtingin er og hvað er hagstæðast að gera. Það er staðreynd. Við getum tekið hvern einasta bát (Gripið fram í.) fyrir í því. Við vitum líka að aflaverðmæti á þessum tíma er lágt. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÞBack): Við skulum leyfa hv. þm. að ljúka ræðu sinni.)

Netabátar og trollbátar eru með töluvert meira aflaverðmæti en smábátar á þessum tíma. Þess vegna vilja þeir ná betri nýtingu á hærra verði til að geta rekið þá eins og menn í betra rekstrarumhverfi.