Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 22:09:29 (8468)

2004-05-17 22:09:29# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[22:09]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýddi á Auðlindina í dag og heyrði þar viðtal við Guðmund Halldórsson. Ef ég heyrði rétt taldi hann að 1.600 tonn af þorski kæmu á land í Bolungarvík og mestmegnis af aðkomubátum. Var á Guðmundi Halldórssyni að heyra að ef þetta frv. yrði samþykkt væri það aðför að Bolungarvík. Ég vil því í framhaldinu spyrja hv. þm. Einar Kristin Guðfinnsson hvort hann ætli að styðja frv.