Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 22:11:31 (8470)

2004-05-17 22:11:31# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[22:11]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson talaði um að stjórnarsinnar töluðu norður, austur og vestur en mér fannst hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson tala út og suður. Hann hafði fyrr í ræðu sinni minnst á að hann ætlaði að svara skýrt, að hann gerði það venjulega og ætlaði að tala skýrt. Ég skildi þetta ekki. Hann fann því allt til foráttu að samþykkja þetta frv. fyrir Bolungarvík og fyrir Vestfirði vegna þess að þarna færi mikill afli á land og ef þetta yrði sett í kvóta mundi aflinn minnka. Ég bið um skýr svör við spurningunni um hvort hv. þingmaður ætli að styðja þetta frv. eða ekki.