Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 22:22:53 (8479)

2004-05-17 22:22:53# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[22:22]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki rétt hjá hv. þingmanni að LÍÚ hafi fengið sitt. Þeir hafa staðið á öskrunum undanfarna daga út af þessu máli og ég held að öllum sé ljóst að þeir eru síður en svo ánægðir með þetta. Það fer ekkert á milli mála. (JBjarn: ... sjálfir öskrað.) Menn hafa verið að tala um að þetta sé leikaraskapur og eitthvað slíkt en við vitum auðvitað betur.

Hv. þm. talaði um að gólfið sem lagt væri til í þessu frv. væri ekki endanlegt gólf, þetta væri fljótandi gólf. Ég vil orða þetta sterkar. Þetta er ansi fúið gólf. (JBjarn: Já, ég ...) Virðulegi forseti. Af því að við erum smiðirnir sem eigum að búa til þessi lög verðum við auðvitað að skoða hvort við getum ekki styrkt undirstöður þessa gólfs.