Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:20:44 (8490)

2004-05-17 23:20:44# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:20]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Virðulegur forseti. Niðurstaðan er sem sagt sú að gólfið sé falskt loft. Ég þarf ekkert að fara frekar út í það enda hafa menn velt því fyrir sér ítrekað í dag hvort 18 dagar með þeim takmörkunum sem þar eru séu eðlilegir og þar fram eftir götunum. Engu er við það að bæta.

Ég vil leiðrétta eitt hafi hv. þingmaður ekki heyrt. Ég var ekki að blása færeyska kerfið af, síður en svo. (Gripið fram í.) Hv. þm. á að vita að til þess að taka jafnmikilvægar ákvarðanir og að breyta heilu fiskveiðistjórnarkerfi eiga menn að velta fyrir sér kostum og göllum. Það er það sem ég vil að verði gert, menn skoði kosti og galla, því það eru sannarlega kostir í færeyska kerfinu en þar hafa líka komið upp gallar. Þetta þurfa menn alltaf að vega, kosti og galla, og taka síðan ákvarðanir.