Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:21:54 (8491)

2004-05-17 23:21:54# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:21]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Hjálmar Árnason flutti frekar einkennilega ræðu og fór um víðan völl. Hann nefndi m.a. framkomið frv. hæstv. sjútvrh. en í því kemur greinilega fram að þar er ekki sett neitt gólf á dagafjölda fyrir þá sem hugsanlega mundu velja sér daga. Nú man ég það að í kosningabaráttunni fór Hjálmar Árnason mikinn, m.a. á fundum og í greinaskrifum þar sem hann lýsti því yfir að Framsfl. mundi vilja beita sér fyrir því að sett yrði gólf í dagakerfið. Þetta er til í greinum.

Svo er annað. Hvenær ætlar hv. þm. Hjálmar Árnason að standa við stóru orðin og sjá til þess að þeirri þáltill. sem hann fékk samþykkta, um að gera ætti úttekt á færeyska kerfinu og skila skýrslu til Alþingis í mars sl., verði fylgt eftir með úttektinni? Hann hlýtur að bera ábyrgð á því. Hann lofaði þessu fyrir kosningarnar.