Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:23:01 (8492)

2004-05-17 23:23:01# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:23]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi varðandi þál. um að skoða kosti og galla færeyska kerfisins urðu lyktir þær að hún gat þó komist út úr nefnd og var vísað til ríkisstjórnar. Sannarlega vona ég að hæstv. sjútvrh. muni fylgja henni eftir ef hann er ekki þegar byrjaður á því. Ég veit að ég og hv. þingmaður munum örugglega spyrja hæstv. sjútvrh. að því.

Hvað varðar gólfið er það alveg rétt, menn hafa talað um gólf og hér er a.m.k. vísir að gólfi þó að búið sé að kalla það falskt loft sem sé á leið niður í kjallara. Það skiptir miklu máli, finnst mér, í þessu samhengi að kominn er fram eindreginn vilji hjá þeim sem eru í dagakerfinu núna til að velja sér kvóta. Það er einfaldlega sjónarmið sem ber að hlusta á. Hér er mönnum gefinn kostur á að velja.