Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:28:53 (8497)

2004-05-17 23:28:53# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:28]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Við megum ekki gleyma því og ég ætla að minna hv. þm. Hjálmar Árnason á það að það mál sem við erum að ræða hér snýr ekki eingöngu að þessum útgerðarmönnum. Hann verður að gera sér grein fyrir því. Ef hann hefur gleymt lögunum um stjórn fiskveiða verður hann að lesa þau aftur yfir. Þar segir í lok 1. gr. að markmiðið sé að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Menn geta ekki neitað að horfast í augu við þá staðreynd að 4/5 þess afla sem kemur úr sóknarkerfinu er landað í Norðvest. Sjálfur formaður Framsfl. hefur sagt að það sé komið að Norðvest. í atvinnuuppbyggingu. Ég spyr: Er þetta byrjunin á því, að kippa fótunum undan þeim byggðarlögum sem byggja hvað mest á dagakerfinu? Eigum við ekki að doka við?