Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 17. maí 2004, kl. 23:30:05 (8498)

2004-05-17 23:30:05# 130. lþ. 118.1 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur, 130. lþ.

[23:30]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Frú forseti. Nú hygg ég að hv. þingmaður geti ekki frekar en aðrir fullyrt að verði þetta frv. að lögum kippi það stoðum undan byggðarlögum, t.d. í Norðvest. af því að hann nefnir það sérstaklega, ekkert frekar en að lagasetning muni breyta því að fiskigengd breytist og aðkomubátar í Norðvest. elti fiskinn. Oft eru þeir við Langanes. Þeir hafa verið við Suðurland. Þeir eru þar sem fiskurinn er. Þar að auki ber okkur að hafa í huga að af þeim afla sem á land kemur af þessum bátum, m.a. á Vestfjörðum, er ekki nema hluti sem verður eftir þar. Hinn fer meira að segja hingað suður til sjálfrar höfuðborgarinnar og hann skapar þá ekki atvinnu á Vestfjörðum, fiskur sem kemur til vinnslu hér.