Breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 11:08:45 (8533)

2004-05-18 11:08:45# 130. lþ. 119.16 fundur 961. mál: #A breyting á XXII. viðauka við EES-samninginn# (evrópsk samvinnufélög) þál. 21/130, Frsm. JBjart
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[11:08]

Frsm. utanrmn. (Jónína Bjartmarz):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá utanrmn. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2004 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn. Eins og segir í nál. hv. utanrmn. fékk hún á fund sinn fulltrúa, bæði frá iðn.- og viðskrn. og utanrmn.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 15/2004 frá 6. febrúar 2004, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð ráðsins (EB) nr. 1435/2003 frá 22. júlí 2003 um samþykktir fyrir evrópsk samvinnufélög (SCE).

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 2157/2001 um rekstrarform Evrópufélaga er í samræmi við meginreglur um hlutafélög og tekur því að litlu leyti tillit til sérkenna samvinnufélaga. Með innleiðingu reglugerðar ráðsins (EB) nr. 1435/2003, um samþykktir fyrir evrópsk samvinnufélög, gefst kostur á að stofna evrópskt samvinnufélag samkvæmt ákveðnum meginreglum sem fram koma í reglugerðinni og tilskipun um aðild starfsmanna að félaginu. Innleiðing reglugerðarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og er gert ráð fyrir að frumvarp þess efnis verði lagt fram á haustþingi 2004. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir þetta rita auk framsögumanns hv. þingmenn Guðmundur Árni Stefánsson, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Einar K. Guðfinnsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.