Lokafjárlög 2000

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 11:44:06 (8542)

2004-05-18 11:44:06# 130. lþ. 119.12 fundur 326. mál: #A lokafjárlög 2000# frv. 100/2004, Frsm. meiri hluta MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[11:44]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sé alls ekkert því til fyrirstöðu að þetta mál verði skoðað eins og hv. þm. óskaði hér eftir og benti á. Ég man hins vegar ekki til þess að athugasemdin hafi komið fram í fjárln., það er misminni ef það hefur verið. Biðst ég þá afsökunar á því. Ég held að það hafi ekki verið. Það hefði verið ágætt að við hefðum fjallað um þetta atriði sérstaklega í fjárln. áður en umfjöllun um málið væri lokið. Ég ítreka að ég hef alls ekkert við það að athuga að við skoðum málið og ef við getum lagfært 3. gr. þannig að menn geti verið sammála, þá er það að sjálfsögðu til bóta.