Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 14:58:26 (8571)

2004-05-18 14:58:26# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, Frsm. GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[14:58]

Frsm. félmn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Einar Már Sigurðarson fór ágætlega yfir þetta og það er alveg rétt sem fram kom hjá honum að þetta er fyrst og fremst tæknilegt en í mínum huga er sjálfsagt að fara yfir þetta. Svo því sé til haga haldið þá er í rauninni bara um að ræða breytingartillögu um að ekkert breytist. Eins og staðan er í dag eða eins og þetta hljómar í lögunum núna er hlutfallið 2/3 og það er vilji aðila að það haldist þannig og eðli málsins samkvæmt og í mínum huga er sjálfsagt að fara yfir þetta og ræða það. Þetta er ekki slíkt mál að menn geti ekki velt því vel fyrir sér og örugglega haft alls konar skoðanir á því og alveg sjálfsagt að reifa það.