Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 16:07:12 (8582)

2004-05-18 16:07:12# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[16:07]

Mörður Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir að minnast á það áhugaefni okkar samfylkingarmanna að það sé íbúalýðræði í sveitarfélögunum. Ég held samt að bæði á höfuðborgarsvæðinu og varðandi Grímsey hljótum við að horfa á það að annars vegar þarf að vera til eining sem sér mönnum fyrir ákveðinni þjónustu og verður að geta borið hana uppi. Hins vegar getur komið til greina að í lögum eða a.m.k. í reglum sveitarfélaganna sjálfra séu ákvæði um að til sé ákveðin hverfisstjórn, ef maður talar sem borgarbúi, eða sveitarstjórn eða sveitarráð sem er undir því og það er það sem maður á auðvitað við t.d. með því að hagur Grímseyinga kunni að verða betri með því að vera hluti af öðru sveitarfélagi, hvað þá hreppar sem eru í raun og veru til upp á punt eða vegna sérstakra aðstæðna eins og Skilmannahreppur og Skorradalur.