Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 16:14:23 (8588)

2004-05-18 16:14:23# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, BJJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[16:14]

Birkir J. Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ég nái ekki að svara þremur spurningum á einni mínútu og bið hv. þm. afsökunar á því. En ég vildi kannski ræða það mál er hann innti mig eftir er varðaði landfræðilegar aðstæður að þá er ég ekkert endilega sannfærður um það að tölur eins og 1.000 eða 500 séu réttar. Ég er einfaldlega ekki búinn að sjá það. Ég úttalaði mig ekkert um það mál. Ég held að við eigum eftir að ræða málið á næstu mánuðum. En ég vil segja að ég bind miklar vonir við vinnu nefndanna sem skipaðar hafa verið, þverpólitísku nefndir að miklu leyti þó umdeilt sé, og tel að þær muni ná fram sátt í þessu máli og enn og aftur efla sveitarstjórnarstigið í landinu.