Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 16:59:01 (8597)

2004-05-18 16:59:01# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[16:59]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. framsögumanni félmn. fyrir þessa lögskýringu sem staðfestir það sem ég hélt að lesa mætti út úr hinum breytta texta og lýsi yfir stuðningi við hann eins og kom fram hjá mér áðan. Ég tel þetta miklu betri útgáfu en þá sem er að finna í frv. og hvort tveggja miklu betra en er í gildandi lögum þannig að þetta er þá algerlega útrætt að þessu sinni. En ég vildi beina því til hv. framsögumanns nefndarinnar að skoða ákvæði 34. gr. laganna um fjárforræðið, ég veit ekki hvort hann telur sig hafa svigrúm til að líta á það á milli 2. og 3. umr. en ég hygg að það komi fljótlega að því að menn setji fram breytingar á þessum lögum aftur og menn hafi það þá í huga hvort ekki sé rétt að kippa því ákvæði út.