Sveitarstjórnarlög

Þriðjudaginn 18. maí 2004, kl. 19:49:30 (8626)

2004-05-18 19:49:30# 130. lþ. 119.26 fundur 856. mál: #A sveitarstjórnarlög# (sameining sveitarfélaga, nefndir, ábyrgðir o.fl.) frv. 69/2004, GÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 119. fundur, 130. lþ.

[19:49]

Guðlaugur Þór Þórðarson (andsvar):

Virðulegi forseti. Í sjálfu sér er ekkert meira um það að segja. Þó verð ég eiginlega að nota tækifærið samt sem áður og segja frá því að það eru ýmsir fletir á því og í því frv. sem liggur fyrir er einmitt minnst á nefnd sem er ætlað að vinna að tillögum um aðlögun tekjustofna sveitarfélaga að breyttri verkaskiptingu og sveitarfélagaskipan. Þar sitja Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, og auk þess tveir ágætir menn úr ráðuneytum, þannig að Vinstri grænir komast líka að þó með krókaleiðum sé kannski.