Lokafjárlög 2000

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 10:43:35 (8646)

2004-05-19 10:43:35# 130. lþ. 120.4 fundur 326. mál: #A lokafjárlög 2000# frv. 100/2004, GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[10:43]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við afgreiðslu lokafjárlaganna fyrir árin 2000 og 2001 sem eru 4. og 5. dagskrárliður er alveg ljóst að allar ráðstafanir sem hafa verið gerðar í fjáraukalögum og ráðstöfunum í ríkisfjármálum eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnarflokkanna. Lokafjárlögin stemma ekki við ríkisreikning og Frjálsl. og þingmenn hans munu sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.