Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:05:07 (8653)

2004-05-19 12:05:07# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:05]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel enga ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af atvinnumálum í þessu sambandi. Ég tel mikilvægt að borgarstjórn sinni vel þeim málum sem eru á borði hennar og að við sem erum hér á Alþingi og í ríkisstjórn sinnum vel okkar málum. Það er eðlilegt að skoðanir séu skiptar um það hvaða reglur eigi að gilda. Það kemur ekkert fram í þessari ályktun borgarstjórnar um hvað þau eigi nákvæmlega við. Það er eðlilegt að skoðanir á þessum málum séu skiptar. Ég virði það. Ég tel nauðsynlegt að ljúka þessu máli hér á Alþingi og ég og minn flokkur munum að sjálfsögðu standa að því.