Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:07:14 (8655)

2004-05-19 12:07:14# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:07]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það hljóti að vera aðalatriðið að stjórnarformaðurinn lýsti því yfir að ekki stæði til að segja starfsfólki fyrirtækisins upp. Mér skildist að það væri aðalmálið sem borgarstjórn Reykjavíkur hefði áhyggjur af.

Í öllum flokkum, hv. þingmaður --- og það kemur mér á óvart ef það hefur aldrei gerst í Samf. --- eru misjöfn sjónarmið og mál eru rædd. Þannig er það líka í Framsfl. (MÁ: Menn ræða málin í Samf. ...) Mér þykir vænt um að heyra það. Menn komast að niðurstöðu. Það er það sem við höfum gert í þessu máli í hæstv. ríkisstjórn. Við höfum komist að niðurstöðu. Það er náttúrlega alveg ljóst að það eru alltaf uppi mismunandi skoðanir í öllum flokkum. Ég er óskaplega hissa á Samf. að gera þetta að sérstöku umræðuefni á Alþingi. Ég hélt að í engum flokki á Íslandi væru meira mismunandi skoðanir en í Samf. Það hefur verið upplifun mín. Þess vegna er ég hissa á þeim að gera þetta að vandamáli.