Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 12:16:30 (8663)

2004-05-19 12:16:30# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[12:16]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að svara dylgjum hv. þingmanns. Það er engin ástæða til að bíða með þetta mál. Það hefur hlotið mikla umfjöllun á Alþingi. (SigurjÞ: Það verður alltaf betra og betra.) Já, sem betur fer verður það alltaf betra og betra og ég (SigurjÞ: ... þá lengur?) reikna með því að nú geti allir verið rólegir því hv. þm. kallar hér fram í að það verði alltaf betra og betra. (Gripið fram í.) Það sem verður betra og betra er venjulega gott.