Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 15:20:53 (8687)

2004-05-19 15:20:53# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[15:20]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson vitnaði í ræðu mína áðan og endaði á þessari setningu: ,,... og hef að mínu mati ekki fengið sannfærandi rök fyrir því að markaðsráðandi fyrirtæki megi ekki með neinum hætti eiga í útvarpsrekstri.`` Sem er niðurlag málsgreinar í ræðu sem ég flutti. Ef hann hefði lesið aðeins lengra hefði hann komið að þessum orðum:

,,Ég tel að tíminn verði í fyrsta lagi að vera lengri og í öðru lagi tel ég óeðlilegt að mönnum sé algjörlega ýtt út úr atvinnurekstrinum. Varðandi útfærslu á þessum atriðum væri spurning hvort trappa mætti þetta niður og á lengri tíma. Ég teldi miklu ásættanlegra að stór og öflug fyrirtæki mættu eiga allt að 30% í útvarpsfyrirtæki og að hámarkseignaraðild hvers fyrirtækis væri 15% eða 10%.``

Ég vona að þetta svari hugleiðingum þingmannsins og undra mig reyndar á því að svo vel gefinn maður skuli vera með svona langan kveikjuþráð.