Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 21:02:56 (8708)

2004-05-19 21:02:56# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[21:02]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Frú forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann einnar spurningar: Hvaða fyrirtæki eða kjölfestufjárfesta telur hann líklega til að koma að fyrirtækinu Norðurljósum ef þessi lög ná fram að ganga? Það hefur komið fram að líklega eru um 100 fyrirtækjum settar skorður við að eignast meira en 5% í fyrirtækinu Norðurljósum ef þau ná fram að ganga. Þá kom líka fram í ágætri ræðu hv. þm. Samf., Ásgeirs Friðgeirssonar, að fyrirtækið Norðurljós hafi skuldabagga upp á eina fimm milljarða sem leiðir til vaxtabyrði að upphæð 300 millj. íslenskra kr. á ári. Því legg ég þá spurningu fyrir hv. þm. Einar Kristin Guðfinnsson: Hvaða kjölfestuaðilar, hvaða fjárfestar ættu að hafa áhuga á því að koma að fyrirtækinu Norðurljósum ef frv. nær fram að ganga?