Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 19. maí 2004, kl. 21:09:18 (8713)

2004-05-19 21:09:18# 130. lþ. 120.19 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur, 130. lþ.

[21:09]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er nokkur vandi á höndum því þetta var í meginatriðum ekki andsvar til hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar, heldur andsvar til Helga Guðmundssonar sem vakti einfaldlega athygli á því að svo væri komið fyrir vinstri grænum að þeir hefðu gert helstu rök auðmanna að sínum. Ég vakti athygli á þessum skrifum af því að mér þóttu þau athyglisverð.

Hv. þm. segist vilja berjast fyrir fjölbreytni í fjölmiðlun. Þá vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann telji virkilega það ekki vera á vissan hátt ógn við fjölbreytni í fjölmiðlun ef eignarhald safnast saman á fárra hendur í þessari mikilvægu og þessari sérstöku atvinnugrein. Hefur hv. þm. engar áhyggjur af því fyrirkomulagi ef eignarhaldið er á mjög fárra höndum? Telur hv. þm. virkilega að það geti verið líklegt til að tryggja fjölbreytnina í fjölmiðlun að eignarhaldið sé á svo fárra manna höndum? Ég er algjörlega ósammála honum. Ég tel að ein forsendan fyrir því að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun í landinu og tryggja hinar fjölbreytilegustu skoðanir sé einmitt að eignarhaldið sé sem dreifðast.