Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 14:18:14 (8753)

2004-05-21 14:18:14# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[14:18]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti þarf svo sem ekki að bregðast mikið við þessum ábendingum hv. þingmanns. Það er rétt að í 56. gr. þingskapa segir orðrétt:

,,Forseti getur leyft þingmönnum að veita stutt andsvar við einstökum ræðum strax og þær hafa verið fluttar.``

Síðar í sömu grein segir: ,,Andsvari má einungis beina að máli ræðumanns en ekki öðru andsvari.``

Það velkist svo sem enginn í vafa um að það er ekki tilskilin regla að sá sem veitir andsvar þurfi að vera efnislega ósammála ræðumanni. Hins vegar er mjög mikilvægt að það sem í andsvari felst sé í efnislegu samhengi við þá ræðu sem flutt var. Það er kjarni málsins.