Útvarpslög og samkeppnislög

Föstudaginn 21. maí 2004, kl. 22:09:22 (8784)

2004-05-21 22:09:22# 130. lþ. 121.11 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur, 130. lþ.

[22:09]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá fór hv. þm. loks að tala eitthvað af viti. Eftir þessa ræðu held ég að hann geti a.m.k. stutt frv. ríkisstjórnarinnar. Það er verið að tala um gegnsæi fjölmiðla.

Virðulegi forseti. Ég var að nefna eitt dæmi, af því að það var verið að tala um sjálfstæði ritstjóra og gegnsæi, að framkvæmdastjóri Fréttar, ritstjóri Fréttablaðsins, er stjórnarformaður DV og líka stjórnarmaður í Norðurljósum. Maður svona spyr sig síðan hvernig blaðamanninum gangi að vera sjálfstæður gagnvart honum og síðan eigendunum. (Gripið fram í: Tekur þetta frumvarp á því?) Nei, þetta frv. tekur ekki á því en ég nefni þetta af því að það var verið að tala um gegnsæi fjölmiðla.

En ég fagna því að Samf., eða Einar Karl Haraldsson sem ég tel glöggan mann, sjái að sér og styðji þetta hjá okkur.