Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:51:09 (8854)

2004-05-24 13:51:09# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:51]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég tel þetta frv. háskalega vanhugsað og ekki líklegt til að ná yfirlýstum tilgangi um að auka fjölbreytni í fjölmiðlun á Íslandi. Þvert á móti er líklegt að hið gagnstæða verði upp á teningnum og hafa verið færð fyrir því ítarleg rök við umræðu á Alþingi um málið.

Afgreiðsla þessa þingmáls veitir þjóðinni hins vegar dýrmæta innsýn í sálarlíf ríkisstjórnarinnar, í vinnubrögð formanna stjórnarflokkanna, fylgispekt stjórnarþingmanna við formenn sína en ekki verður sagt að þar séu á ferðinni öflugir liðsmenn lýðræðislegra og vandaðra vinnubragða.

Ég vona að þjóðin láti þessa reynslu ekki falla í gleymskunnar dá. Ég segi nei.