Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:54:50 (8857)

2004-05-24 13:54:50# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, BjörgvS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:54]

Björgvin G. Sigurðsson:

Herra forseti. Dagurinn í dag er svartur dagur í íslenskri fjölmiðlasögu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni er prentfrelsið skert á Íslandi með því að skilgreindir aðilar megi ekki eiga í prentmiðli. Lagasetningin er fráleit og hún vegur að mannréttindum Íslendinga um tjáningarfrelsi og frjálsa fjölmiðlun. Lagasetningin er sértæk og tilgangur hennar sá að knésetja fyrirtækið Norðurljós vegna óbeitar ráðamanna á stærsta hluthafa fyrirtækisins og innihaldi miðla þess. Útkoman er ritskoðun og skert prentfrelsi. Þjóðin ber skaðann, höft á tjáningarfrelsinu sem ekki á sinn líka á Vesturlöndum. Ég segi nei.