Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:56:57 (8859)

2004-05-24 13:56:57# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, HHj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:56]

Helgi Hjörvar:

Herra forseti. Þegar ríkisvaldið ræðst að frjálsum fjölmiðlum, þegar ríkisvaldið reynir að banna óæskilegum einstaklingum að útvarpa og sjónvarpa skoðunum sínum, þá er vegið að tjáningarfrelsinu. Frumskylda þess háa Alþingis sem hér situr er að standa vörð um það tjáningarfrelsi. Við þetta frv. að ólögum er þess vegna aðeins eitt að gera. Herra forseti. Ég segi nei.